Jump to section

Gunnar

Gunnar

May 9, 2024  ·  2 min read

Drekar & Dýflissur

D&D

Icelandic

Drekar og dýflissur

Kæru spunaspilarar,

Ég byrjaði að spila AD&D fyrir um 25 árum síðan í kjallaranum hjá skátaforingjanum mínum. Við hittumst oft í viku og spiluðum fram á rauða nótt. Ég fór frá því að vera nörd sem læddist meðfram veggjum yfir í að vera stoltur nörd sem tók meiri og meiri þátt í félagslífinu. Ég veit að spunaspil eiga þar stóran þátt.

Að spila spunaspil er þroskandi og gefandi. Rannsóknir hafa sýnt að spunaspil efla sköpunargleði, samkennd og kenna hópvinnu á einstakan hátt. Þetta er, að mínu mati, hið besta form leikja. Það getur hinsvegar verið erfitt að byrja.

Fyrir um ári síðan hafði ég samband við Gísla og Þorstein, tveir afburða stjórnendur sem flestir íslenskir spunaspilarar þekkja vel, og ræddi við þá um hvað við þyrfum að gera til að efla spunaspil á Íslandi. Við sammældumst að setja æsku landsins í brennidepilinn og vinna að því að koma spunaspilum inní skóla og félagsmiðstöðvar. Það er búið að vera stórkostlega gaman að vinna með þeim og ég hlakka til að halda samstarfinu áfram.

Þessi íslenska þýðing, kennsluleiðbeiningar, væntanlegt ævintýri, og margt fleira er byrjunin á þessu stóra verkefni. Með þessari útgáfu viljum við fá álit og umsagnir samfélags spunaspilara.

Við munum nota næstu misseri til þess að fara í gegnum umsagnir, leikprófa og ræða við fagfólk í skólum og félagsmiðstöðvum. Þannig viljum við móta næstu skref og komast að því hvernig við getum ýtt undir spunaspil á landsvísu.

Spunaspilakveðjur,
Gunnar Hólmsteinn

Drekar & Dýflissur

Íslensk þýðing á grunnreglum fyrir D&D er nú aðgengilegt í bóksafni Quest Portal.

Drekar og Dýflissur